Björg Atla - Ferilskrá

Björg Atla ( Atladóttir) er fædd í Reykjavík.Hún útskrifaðist úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1982 og hlaut verðlaun Svövu Finsen við útskrift. Björg kenndi olíumálun á námskeiðum við Myndlistaskólann í Reykjavík 1982 -1987.

 

 

Málverk Bjargar eru í ljóðrænum expressioniskum stíl.

 

Björg hefur verið með eigin vinnustofu síðan 1982, nú í Víðiási 3, Garðabæ. Hún hefur haldið einkasýningar frá 1983, þær síðustu á liðnu sumri í “Herbergi” í Kirsuberjatrénu og í anddyri Breiðholtskirkju. Björg hefur tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis og hefur dvalið í vinnustofum á vegum Sím, sambands íslenskra myndlistamanna, í Róm 1989 og Berlín 2012.

Síðustu þrjú árin hefur Björg tekið þátt í “Degi myndlistar “ á Stór-Reykjavíkursvæðinu á vegum sím, en á þeim degi opna myndlistamenn, öllum áhugasömum, vinnustofur sínar.

 

Björg er í Fím, félagi íslenskra myndlistamanna og Sím, sambandi íslenskra myndlistamanna.

Björg er einn af stofnendum myndlistafélagsins Grósku í Garðabæ.

 

 

Nálgast má upplýsingar um myndlistamanninn Björgu Atla hér :

 

http://umm.is/UMMIS/listamenn/listamaður/206

 www.saatchionline.com/profile/54884

www.artgalleryiceland.com