Charlotta Sverrisdóttir - Ferilskrá

Ég var einu sinni á postulíns námskeiði og ég man hvað mér fannst það gaman að mála 
og óskaði mér að ég gæti bara alltaf verið að gera það.
Þarna var ég 25 ára gömul. Maður skyldi muna að fara varlega með óskir sínar því þær geta ræst! Tuttugu og fimm árum síðar var ég sest á skólabekk og ákvað að læra þetta frá grunni.
Ég hef ekki séð eftir þeirri ákvörðun minni. Núna er ég komin á þann stað í lífinu að ég get farið að sinna máluninni að fullu, hef lokið “samfélagsskyldunni”.
Náttúran og litir hennar hafa alla tíð heillað mig og að segja það, þótti nokkuð klént, svo ég fór að reyna að horfa framhjá þessu. Þegar ég var búin að fara út og suður og í hringi var ég aftur komin á byrjandareit.
Nátturan heillar, það er ekki hægt að horfa framhjá því. 
Litabrigði hennar eru óendanleg. 
Að mála er fyrir mér eins og hugleðsla.
Mottó mitt er að “svo lengi lærir sem lifir”
Það er líka hægt að sjá myndir eftir mig á Facebook undir lotta_artist, www.see.mee/lotta og svo á heimasíðunni minni www.lotta.is