Kamma Níelsdóttir


 

Kamma Níelsdóttir sérhæfir sig í þæfðri ull og hönnun á ullarvörum. Hún rak í fjölmörg ár Kömmuskóla í Garðabæ, listasmiðju þar sem markvisst var leitast við að örva börn til sjálfstæðrar listrænnar sköpunar. Kamma er leikskólakennari að mennt og var m.a. leikskólastjóri leikskólans Kirkjubóls í Garðabæ frá því hann var stofnaður 1985 til ársins 2007.