Kamma Níelsdóttir - Ferilskrá

Kamma Níelsdóttir

Hönnun - þæfðar ullarvörur

 

Kamma Níelsdóttir sérhæfir sig í þæfðri ull og hönnun á ullarvörum. Hún rak í fjölmörg ár Kömmuskóla í Garðabæ, listasmiðju þar sem markvisst var leitast við að örva börn til sjálfstæðrar listrænnar sköpunar. Kamma er leikskólakennari að mennt og var m.a. leikskólastjóri leikskólans Kirkjubóls í Garðabæ frá því hann var stofnaður 1985 til ársins 2007.

 

Kamma Níelsdóttir • Furulundur 5, Garðabær • s. 663-0605 • runakt@hive.is

Ljós á jörð • ljósájörð.is

Fyrri sýningar

 

Á Íslandi:

 • Þátttaka í sýningu í Kirkjuhvoli, félagsmiðstöð í Garðabæ, 2007.
 • Þátttaka í samsýningum í Jónshúsi, félagsmiðstöð í Garðabæ árin 2008, 2009, 2010, 2011, 2012 og 2013.
 • Þátttaka í listhandverkssýningu á Laugavegi 172, Reykjavík, desember 2008.
 • Þátttaka í listhandverkssýningu á Korpúlfsstöðum, Mosfellsbæ, 12.-13. desember 2009.
 • Sýning á Bókasafni Hveragerðis mars 2013.
 • Þátttaka í sýningu Grósku á Uppskeruhátíð á Garðaholti, í hlöðunni í Króki, Garðabæ, maí 2013.
 • Sérsýning í i hlöðunni í Króki, Garðabæ, júní-ágúst 2013.
 • Þátttaka í jólasýningu Grósku, Gróskusalnum á Garðatorgi, Garðabæ, desember 2013.
 • Þátttaka í sýningu Grósku í anddyri Álftaneslaugar á Vetrarhátíð, febrúar 2013.

 

Í Danmörku:

 • Flammende vulkaner og funklende nordlys (Neistandi eldfjöll og norðurljós). Det Hvide Fyr i Skagen á Norður-Jótlandi, 21. júní - 4. júlí 2010. Sýnir með Rúnu K. Tetzschner.
 • Jordens kræfter - Jordens lys (Frumkraftar jarðar - Funandi ljós).Samsýning í menningarhúsinu Gøgsigs Pakhus í Sindal á Norður-Jótlandi, 23.-29. august 2010. Sýnir með Önnu Jóhannsdóttur keramiker og myndlistarmanni, Ulla Holm Nielsen keramiker, Gitte Lis Thomsen myndlistamanni og Rúnu K. Tetzschner myndlistarmanni og rithöfundi.
 • Uld, ild og utysker (Ull, eldur og óféti). Frederikshavn Bibliotek, Kulturhuset, á Norður-Jótlandi, 7. apríl - 5. maí 2011. Sýnir með Rúnu K. Tetzschner.
 • Iltert lys, ulmende uld og evige ord (Ólgandi ljós, ylfögur ull og eilíf orð). Børglum Kloster, miðaldaklaustur á Norður-Jótlandi 7. maí - 13. júní 2011. Sýnir með Rúnu K. Tetzschner.
 • Sýning í Artgallery DetViVil, Børglum, 24. júní - - 25. september 2011. Sýning með myndlist og listhandverki; 14-21 sýnendur.
 • Sýning í menningarhúsinu Kulturhus Måløv í nágrenni Kaupmannahafnar 29. ágúst - 17. september 2011.
 • "Island i fokus". Íslensk-dönsk sýning á Trekanten, menningarhúsi í Álaborg 14.-22. apríl 2012. Sýnendur: Rúna K. Tetzschner, Kamma Níelsdóttir Dalsgaard, Erla Poulsen Kjartansdóttir, Anna K. Jóhannsdóttir o.fl. Skipuleggjendur: Dansk-Islandsk Forening, Foreningen Norden og Trekanten, Kulturhus og Bibliotek.
 • Þátttaka í íslensk-danskri samsýningu "Fra bjerge og brusende vandfald til den bølgende Mariagerfjord" í menningarhúsinu Det Røde Pakhus, Hobro, Norður-Jótlandi. Sýnendur: Rúna K. Tetzschner, Anna K. Jóhannsdóttir, Jóhanna K. Óskarsdóttir, Erla Poulsen Kjartansdóttir, Karin Lykke Waldhausen, Else Rasmussen, Karen-Lisbeth Rasmussen, Lone Worsøe, Dagrún Íris Sigmundsdóttir og Kamma Níelsdóttir Dalsgaard.
 • Sýning hjá Teosofisk Forening - Guðspekifélaginu í Kaupmannahöfn, 1. ágúst - 31. desember 2012.
 • Þátttaka í sýningu í Gallerí Blokhus - Kunstnerhuset Karnappen, Blokhus, Norður-Jótlandi. Frá ágúst 2012 og áfram.
X