Klara GUNNLAUGSDOTTIR-LUCAS

Ég er fædd á Íslandi árið 1965 og ólst upp í Garðabæ.  Stúdents prófi lauk ég frá Fjölbrautarskóla Garðabæjar , var við nám í Þýskalandi um tíma og lauk svo BA námi í stjórnmálafræði og ensku frá Háskóla Íslands.  Að námi loknu stundaði ég ýmis störf tengd námi mínu og sótti jafnframt ýmis námskeið í myndlist.  Árið 2000 fluttist ég til Bretaigne í Frakklandi ásamt eiginmanni og þremur börnum og nokkrum árum síðar eða árið 2008 tók ég í notkun nýjavinnustofu « Atelier KLARA » og snéri mér alfarið að myndlistinni.