Listamennirnir

Doron Eliasen

Byrjaði að mála eftir að ég hætti á vinnumarkaðinum 2008. Hef sótt ýmiskonar námskeið í myndlist við Myndlistaskóla Reykjavíkur ,Myndlistaskóla Kópavogs o.fl.


Netfang:doron@simnet.is

Símar:5650836 og 8970846


Sjá öll verk

Lilja Hallgrímsdóttir

Lilja er fædd í Reykjavík 1937.   Hún lagði stund á ballett frá unga aldri, dansaði í Þjóðleikhúsinu og víðar.  Kenndi ballett í einkaskóla, kenndi og samdi dans og hreyfingar í Leiklistarskóla LR og fyrir sýningar LR í mörg ár.

 

Sjá öll verk


Þóra Einarsdóttir

Þóra Einars er fædd 1960 og ólst upp fyrstu árin á Snæfellsnesi. Öll náttúran og umhverfið þar heillar hana og sést það oft í myndum hennar.

Hefur síðustu ár málað mest með olíulitum á striga en einnig unnið með vatnslitum á pappír. Hefur haldið margar sýningar bæði hér heima og erlendis.

 

Sjá öll verk

mynd

Snjólaug Einarsdóttir

Ég hef lagt stund á myndlist frá 2010. Byrjaði í Myndlistarskóla Kópavogs á grunnnámskeiði og hef síðan þá haft mikinn áhuga á að mála fíguratívar myndir. Tók námskeið hjá Steven í Myndlistarskóla Kópavogs þar sem hann kenndi aðgerðir gömlu meistaranna. 

Sjá öll verk

Hrafnhildur Gísladóttir

Hrafnhildur stundaði nám í myndlist í Handíða- og myndlistaskólanum og tók nokkur námskeið í Myndlistaskóla Reykjavíkur, Hrafnhildur er einnig "útstillingahönnuður" menntuð frá Iðnskólanum í Hafnarfirði

Sjá öll verk

Auður Marínósdóttir

Íslensk náttúra hefur alltaf heillað mig. Hvar sem ég er og hvert sem ég fer þá nýt ég þess að horfa á fjöllin, firðina og litina í náttúrunni. Myndefni mitt eru myndir sem ég á í huga mínum og oft koma sterk áhrif frá sjónarhorni sem ég hef fyrir augunum dags daglega.  Þó náttúran heilli mig mest þá hefur menneskan líka átt hug minn og þykir mér einnig gaman að glíma við hana.            

Sjá öll verk                                                                                                         

Vigdís Bjarnadóttir

 

Sjá öll verk

Guðrún Hreinsdóttir fædd 1961: Ég hef frá blautu barnsbeini haft mikla sköpunarþörf og notað ýmis efni til þeirra hluta allt frá sóleyjum í dóppóttum njólablöðum yfir í teikningar,silki,tré, bómull,skart, leir, ljóð og nú að undanförnu mest vatnslitir á pappír.

 Sjá öll verk


 

Charlotta Sverrisdóttir

 

Ég var einu sinni á postulínsnámskeiði og ég man hvað mér fannst það gaman að mála og óskaði mér að ég gæti bara alltaf verið að gera það. Þarna var ég 25 ára gömul. Maður skyldi muna að fara varlega með óskir sínar því þær geta ræst! Tuttuguogfimm árum síðar var ég sest á skólabekk og ákvað að læra þetta frá grunni.

 

.Sjá öll verk


 

Björg Atla ( Atladóttir) er fædd í Reykjavík.Hún útskrifaðist úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1982 og hlaut verðlaun Svövu Finsen við útskrift. Björg kenndi olíumálun á námskeiðum við Myndlistaskólann í Reykjavík 1982 -1987.

 


 

Sjá öll verk

   

Gunnar Gunnarsson

 

Fæddur í Reykjavík 1949

Ég kynntist myndlist snemma, þar sem faðir minn rak Listvinasalinn (Ásmundarsal; nú Listasafn alþýðu) á 6. áratugnum. Fjölskyldan bjó á neðri hæð húsins en sýningarsalur var á efri hæð.

Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á list og listsköpun.

Fyrir tuttugu árum hóf ég að stunda skipulegt myndlistarnám m.a. í Myndlistarskóla Reykjavíkur og Myndlistarskóla Kópavogs. Ennfremur dvaldi ég í Portúgal um nokkurra mánaða skeið, starfaði þar með myndlistarmönnum og tók þátt í sýningum.

Síðan hef ég verið virkur myndlistarmaður.

 

.Sjá öll verk

Mynd     

Rúna K. Tetzschner

 

Rúna K. Tetzschner starfar jafnhliða við listir og fræði. Hún á að baki sjö ára nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík og íslenskunám við Háskóla Íslands þar sem hún er nú auk þess í M.A. námi í norrænni trú. Rúna hefur starfað á Þjóðminjasafni Íslands og fleiri söfnum, er höfundur ljóðabóka, barnabóka og fræðibóka. Hún hefur haldið allmargar myndlistarsýningar, m.a. í Danmörku þar sem hún starfaði við myndlist árin 2008-2012.

 

.Sjá öll verk

                           Mynd                                             
 

Kamma Níelsdóttir

 

Kamma Níelsdóttir sérhæfir sig í þæfðri ull og hönnun á ullarvörum. Hún rak í fjölmörg ár Kömmuskóla í Garðabæ, listasmiðju þar sem markvisst var leitast við að örva börn til sjálfstæðrar listrænnar sköpunar. Kamma er leikskólakennari að mennt og var m.a. leikskólastjóri leikskólans Kirkjubóls í Garðabæ frá því hann var stofnaður 1985 til ársins 2007.

 

.Sjá öll verk

 

Klara Gunnlaugsdóttir Lucas

   .Sjá öll verk


 

Metta Íris Kristjánsdóttir

 Ég er fædd í Ólafsvík 1951,en búið í Reykjavík siðan 1961.Síðastliðin
8 ár hef ég verið að mála mér til ánægju,ég hef verið nokkrar annir í Myndlistarskóla Kópavogs ásamt  þvi að sækja námskeið hjá Bjarna Sigurbjörnssyni,Söru Vilbergs,Soffíu Sæmundsdóttur og Þurðiði Sigurðardóttur,

 

.Sjá öll verk

 
                                                                                                                                                                                      

Lilja Bragadóttir

 

"Litur er tálknmál sálarinnar. Með honum hef ég ferðalag mitt á hvítum striganum. Þetta er ferð án fyrirheits. Ég kanna ókunn lönd og nýt ferðarinnar.

Hugurinn tæmist, ég læt mig berast með straumnum. Kem við á ótrúlegustu stöðum og gleymi stað og stund. Stundum villist af leið inn á grýtta braut og finna að efinn læðist að mér. Legg aftur af stað og ferðin heldur áfram."

 

.Sjá öll verk


                                                                                                                                                                                      

Bergdís Guðnadóttir

 

"Bergdís er myndlista- og textílkennari, kjólameistari, klæðskeri og búningahönnuður fyrir leikhús. Bergdís vinnur í mismunandi efni. Til dæmis málar hún á efni og vefur úr dagblöðum, vinnur með endurnýtanleg efni, silki og íslenska ull svo eitthvað sé nefnt. Bergdís hefur tekið þátt í sýningum á Íslandi, Danmörku og Austurríki.

 

.Sjá öll verk

                           
            

 Guðný Ólafsdóttir

 

  

    Guðný Ólafsdóttir ég er fædd í Reykjavík 1957.

    Hefur lengi  haft áhuga á að mála og stundað allskynns handverk  ,  er lærð í snyrtifræði .

    En byrjaði ég að mála fyrir alvöru 2008 í olíu og þá helst landslags eða sjávarmyndir.

    Hef farið á námskeið hjá t.d. Soffíu Sæmundsdóttur og Kristbergi Péturssyni.

    Hefur einnig áhuga á portrett myndum og aðferðum gömlu meistaranna,og tók

  

    tvo áfanga í Myndlistaskóla Kópavogs hjá Stephen.

 

 gudnyolafs@gmail.com

 Gsm: 8955432


 

.Sjá öll verk

                                         

 

Unnur Sæmundsdóttir

útskrifaðist sem Grafískur hönnuður frá Myndlista og handíðaskóla Íslands 1992. 1998-2000 bætti hún við sig námi í leirlist frá Listaháskóla Íslands. Tók kennsluréttindi við KHÍ og stundar kennslu við grunnskóla í dag. Hefur tekið margskonar námskeið sem tengjast myndlist. Við Seljaveg í Reykjavík er SIM húsið og er hún með vinnustofu og vinnur jöfnum höndum við málun,(akryl og vatnslit) og leir. Hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér heima.


 

.Sjá öll verk