Rúna K. Tetzschner

Myndlist, skrautskrift og ljóð

 

Rúna K. Tetzschner starfar jafnhliða við listir og fræði. Hún á að baki sjö ára nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík og íslenskunám við Háskóla Íslands þar sem hún er nú auk þess í M.A. námi í norrænni trú. Rúna hefur starfað á Þjóðminjasafni Íslands og fleiri söfnum, er höfundur ljóðabóka, barnabóka og fræðibóka. Hún hefur haldið allmargar myndlistarsýningar, m.a. í Danmörku þar sem hún starfaði við myndlist árin 2008-2012.