Rúna K. Tetzschner - ferilskrá

Myndlist, skrautskrift og ljóð

 

Rúna K. Tetzschner starfar jafnhliða við listir og fræði. Hún á að baki sjö ára nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík og íslenskunám við Háskóla Íslands þar sem hún er nú auk þess í M.A. námi í norrænni trú. Rúna hefur starfað á Þjóðminjasafni Íslands og fleiri söfnum, er höfundur ljóðabóka, barnabóka og fræðibóka. Hún hefur haldið allmargar myndlistarsýningar, m.a. í Danmörku þar sem hún starfaði við myndlist árin 2008-2012.

 

Rúna K. Tetzschner • Óðinsgata 21b, 101 Reykjavík • runakt@hive.is • s. 691-3214

Ljós á jörð • ljósájörð.is

 

Fyrri myndlistarsýningar

 

Ísland:

 • Einkasýning á Bókasafni Kópavogs í tengslum við norræna bókasafnsviku, nóvember 1999.
 • Einkasýning á Café Karolínu, Akureyri, september 2003.
 • Einkasýning í Gallerí Horninu, Reykjavík, desember 2003.
 • Einkasýning í Fjöruhúsinu, Hellnum á Snæfellsnesi, júní 2004.
 • Þátttaka í handverkssýningu í Hrafnagili, ágúst 2005.
 • Einkasýning á Borgarbókasafninu, aðalsafni, í tengslum við menningarnótt í Reykjavík, ágúst 2005.
 • Einkasýning á Bókasafni Garðabæjar, nóvember 2005.
 • "Ævintýraheimur ófétanna" - einkasýning í Kringlunni, Reykjavík, nóvember 2005.
 • "Þetta vilja börnin sjá", þátttaka í samsýningu í Gerðubergi, Reykjavík, desember 2005.
 • Einkasýning í Deiglunni, Akureyri, júní 2006.
 • Einkasýning á Bókasafni Hveragerðis, október 2006 - janúar 2007.
 • Einkasýning í Fjöruhúsinu, Hellnum á Snæfellsnesi, júní 2007.
 • Þátttaka í Desembermarkaði, listhandverksmarkaði Laugavegi 172, desember 2008.
 • Þátttaka í listhandverksmarkaði á Korpúlfsstöðum, Mosfellsbæ, desember 2009.
 • Þátttaka í samsýningunni "Eitthvað íslenskt", Skólavörðustíg 14, Reykjavík, desember 2010.
 • "Logafjöll og ljósadans" - sérsýning í L51 ArtCenter, apríl 2012.
 • Myndlistarsýning á Heimsljós Hátíðinni í Mosfellsbæ, september 2012 og 2013.
 • Myndlistarsýning á Kærleiksdögum á Narfastöðum í Þingeyjarsveit, 12.-14. október 2012.
 • Sýning í L51 ArtCenter, Laugavegi 51, nóvember 2010 - ágúst 2013.
 • Sýning á Geysir Bistro, Reykjavík, febrúar - mars 2013.
 • Myndlistarsýning á Kærleiksdögum á Heilsuhótelinu í Keflavík, nóvember 2012 og 2013.
 • Þátttaka í sýningu í Ynju, Hamraborg 20a, Kópavogi, desember 2012.
 • Sýning á Bókasafni Hveragerðis mars 2013.
 • Þátttaka í sýningu Grósku á Uppskeruhátíð á Garðaholti, í hlöðunni í Króki, Garðabæ, maí 2013.
 • Sérsýning í i hlöðunni í Króki, Garðabæ, júní-ágúst 2013.
 • Þátttaka í jólasýningu Grósku, Gróskusalnum á Garðatorgi, Garðabæ, desember 2013.
 • Þátttaka í sýningu Grósku í anddyri Álftaneslaugar á Vetrarhátíð, febrúar 2013.

 

Danmörk:

 • Café Fair, Álaborg, júlí - september 2009.
 • Þátttaka í samsýningu í Aalborg Kongres og Kultur Center, Álaborg, 2.-4. mars 2012.
 • Þátttaka í páskasýningu Løkken Billedsamling 2012, Bókasafnið í Løkken, Norður-Jótlandi, 5.-9. apríl 2012. Samsýning með níu öðrum listamönnum.
 • "Island i fokus". Íslensk-dönsk sýning á Trekanten, menningarhúsi í Álaborg 14.-22. apríl 2012. Sýnendur: Rúna K. Tetzschner, Kamma Níelsdóttir Dalsgaard, Erla Poulsen Kjartansdóttir, Anna K. Jóhannsdóttir o.fl. Skipuleggjendur: Dansk-Islandsk Forening, Foreningen Norden og Trekanten, Kulturhus og Bibliotek.
 • Þátttaka í sýningu í Gallerí Hou, Norður-Jótlandi, apríl - september 2012.
 • Þátttaka í samsýningunni "Cybereliten", Galleri Skovfred, Vordingborg, Suður-Sjálandi 1. júní - 15. júlí 2012.
 • Þátttaka og framkvæmdastjórn íslensk-danskrar samsýningar "Fra bjerge og brusende vandfald til den bølgende Mariagerfjord" í menningarhúsinu Det Røde Pakhus, Hobro, Norður-Jótlandi. Sýnendur: Rúna K. Tetzschner, Anna K. Jóhannsdóttir, Jóhanna K. Óskarsdóttir, Erla Poulsen Kjartansdóttir, Karin Lykke Waldhausen, Else Rasmussen, Karen-Lisbeth Rasmussen, Lone Worsøe, Dagrún Íris Sigmundsdóttir og Kamma Níelsdóttir Dalsgaard.
 • Sýning hjá Teosofisk Forening - Guðspekifélaginu í Kaupmannahöfn, 1. ágúst - 31. desember 2012.
 • Þátttaka í októbersýningu í Kunstgalleri DetViVil í Børglum 1.-31. október 2012.
 • Sýnir að staðaldri í Gallerí Blokhus - Kunstnerhuset Karnappen, Blokhus, Norður-Jótlandi. Frá maí 2012 og áfram.
 • Frederikshavn Bibliotek, Kulturhuset, Norður-Jótlandi, ágúst - september 2009.
 • Þátttaka í listhandverksmarkaði í Mariager, Norður-Jótlandi, júní 2009.
 • Þátttaka í listhandverksmarkaði í Gallerí Hou, Norður-Jótlandi, júní 2009.
 • Þátttaka í listhandverksmarkaði í menningarhúsinu Huset, Álaborg, 6. september 2009.
 • Einkasýningin "Flammende vulkaner og funklende nordlys" (Logandi fjöll og leiftrandi ljós). Det Hvide Fyr, Skagen, Norður-Jótlandi, 21. júní - 4. júlí 2010.
 • Þátttaka í listhandverksmarkaði í Mariager, 11. og 18. júlí 2010.
 • Þátttaka í og framkvæmdastjórn íslensk-danskrar samsýningar "Jordens kræfter - Jordens lys" (Frumkraftar jarðar - Funandi ljós) í menningarhúsinu Gøgsigs Pakhus í Sindal á Norður-Jótlandi, 23.-29. ágúst 2010. Sýndi með Önnu K. Jóhannsdóttur keramiker og myndlistarmanni, Ulla Holm Nielsen keramiker, Kömmu Níelsdóttur Dalsgaard hönnuði og Gitte Lis Thomsen myndlistarmanni.
 • Þátttaka í listhandverksmarkaði í menningarhúsinu Huset, Álaborg, 5. september 2010.
 • Einkasýning á Trekanten, bókasafni og menningarhúsi, Álaborg, 31. ágúst til 29. september 2010.
 • Þátttaka í listhandverksmarkaði í safninu Godthåb Hammerværk, Svenstrup, skammt frá Álaborg, 12. september 2010. Einkasýning í Spar Nord, Vester-Hassing, Norður-Jótlandi, 17. ágúst - 17. september 2010.
 • Þátttaka í samsýningu í Musikhuset, Esbjerg, Suður-Jótlandi, 25.-26. september 2010.
 • Einkasýning í Hjallerup Kulturhus, Norður-Jótlandi, janúar og febrúar 2011.
 • Þátttaka í samsýningu í Aalborg Kongres & Kultur Center, 4.-6. mars, Álaborg, 2011.
 • Sýning í Frederikshavn Bibliotek, Kulturhuset, Norður-Jótlandi, apríl 2011. Sýndi með Kömmu Níelsdóttur Dalsgaard.
 • Sýning í miðaldaklaustrinu Børglum Kloster, Vrå, á Norður-Jótlandi, 5. maí - 15. júní, 2011. Sýndi með Kömmu Níelsdóttur Dalsgaard.
 • Þátttaka í listhandverksmarkaði, Sæby Havn, Norður-Jótlandi, 16.-17. júlí 2011.
 • Þátttaka í listhandverksmarkaði, Gallerí Hou, Norður-Jótlandi, 24. júlí 2011.
 • Þátttaka í listhandverksmarkaði, Godthåb Hammerværk, Svenstrup, Norður-Jótlandi, 11. september 2011.
 • Sýning í Kulturhus Måløv, skammt frá Kaupmannahöfn, 31. ágúst - 16. september, 2011. Sýndi með Kömmu Níelsdóttur Dalsgaard.
 • Þátttaka og framkvæmdastjórn sýningar í Kunstgalleri DetViVil, Børglum, Norður-Jótlandi, 24. júní - 25. september 2011. Sýning með myndlist og listhandverki; 14-21 sýnendur. Rúna K. Tetzschner stofnaði galleríið ásamt Önnu K. Jóhannsdóttur, Erlu Poulsen Kjartansdóttur og Gitte Lis Thomsen.
 • Þátttaka í samsýningu í NRGi Park, Árósum, 30. september - 2. október 2011.
 • Þátttaka í samsýningu í Falconer Centret, Kaupmannahöfn 3.-5. febrúar 2012.

 

 

 

Ritverk

 

Ljóð og myndlist:

 • Kveðja til engils 2003.
 • Gullkornasandurinn 2004.
 • Í samræðum við þig 2004.
 • 79 gerðir af myndskreyttum ljóðakortum, listaverkakortum og myndum, útgefin 1999, 2002, 2003, 2004, 2008, 2009 og 2010.
 • Óður eilífðar 2008. Heildarsafn með ljóðum Þorgeirs Rúnars Kjartanssonar og myndum eftir hann og fleiri myndlistarmenn. Rúna K. Tetzschner annaðist ritstjórn og myndaritstjórn, er höfundur inngangs ásamt Guðmundi Andra Thorssyni og á myndir í bókinni. Aðrir myndlistarmenn: Hannes Lárusson, Halldór Ásgeirsson, Tómas Atli Ponzi, Friðríkur, Erla Þórarinsdóttir, Gunnar S. Magnússon, Sigurður K. Þórisson og Steingrímur Eyfjörð (384 bls.).

 

Barnaefni:

 • Barnaefni í hljóðstöðvum á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins 2004, sjá að neðan.
 • Ófétabörnin, myndskreytt skáldsaga fyrir börn 2005.
 • Ævintýraheimur ófétanna, barnadiskur með ljóðum og myndskreyttu ljóðakveri 2008. Ljóð og myndir: Rúna K. Tetzschner, lög: Ósk Óskarsdóttir.

 

Á fræða- og safnasviði:

 • Fornleifaskráning á Breiðabólstað á Álftanesi 2001.
 • Fornleifaskráning í Vatnsdal 2002.
 • Fornleifaskráning í Garðahverfi 2004.
 • Fornleifaskráning í Mosfellsbæ 2006.
 • Nytjar í nöfnum. Örnefni í nágrenni Hóla í Hjaltadal. 2006.
 • "Nogle stednavne i nærheden af Hólar i Hjaltadalur." Grein sem birtist í ráðstefnuriti NORNA árið 2008.
 • Margmiðlunarkynningar í minjagarði á Hofsstöðum í Garðabæ 2005.
 • Margmiðlunarkynning um þróun húsagerðar á Íslandi eftir 1500, 2004.
 • Fjögur leikverk í hljóðstöðvum á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins 2004:

                        1. Landnámskonan og sveinninn Helgi.

                        2. Miðaldahöfðinginn og höfðingjadóttirinn.

                        3. Nunnan í Reynistaðaklaustri og Daði ljósberi.

                        4. Prentarinn á Hólum í Hjaltadal og prentaradóttirin.

 • Ritstörf í starfi kynningarstjóra Þjóðminjasafns Íslands árin 2006-2008, t.d. kynningargreinar um Þjóðminjasafnið sem birtust í blöðum, fréttatilkynningar og vefgreinar.