Unnur Sæmundsdóttir

Unnur Sæmundsdóttir útskrifaðist sem Grafískur hönnuður frá Myndlista og handíðaskóla Íslands 1992. 1998-2000 bætti hún við sig námi í leirlist frá Listaháskóla Íslands. Tók kennsluréttindi við KHÍ og stundar kennslu við grunnskóla í dag. Hefur tekið margskonar námskeið sem tengjast myndlist. Við Seljaveg í Reykjavík er SIM húsið og er hún með vinnustofu og vinnur jöfnum höndum við málun,(akryl og vatnslit) og leir. Hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér heima.