Unnur Sæmundsdóttir - Ferilskrá

 Unnur Sæmundsdóttir útskrifaðist sem Grafískur hönnuður frá Myndlista og handíðaskóla Íslands 1992. 1998-2000 bætti hún við sig námi í leirlist frá Listaháskóla Íslands. Tók kennsluréttindi við KHÍ og stundar kennslu við grunnskóla í dag. Hefur tekið margskonar námskeið sem tengjast myndlist. Við Seljaveg í Reykjavík er SIM húsið og er hún með vinnustofu og vinnur jöfnum höndum við málun,(akryl og vatnslit) og leir. Hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér heima.

 

NÁM

 

1979 – 1982    Iðnskólinn í Reykjavík, Hárgreiðsla

1986                Meistarabréf í Hárgreiðslu/snyrting

1989 – 1992    Myndlistar og handíðarskóli Íslands. Listiðna- og hönnunardeild, grafískur hönnuður

1998 – 2000    Myndlistar og handíðarskóli (Listaháskóli) Íslands, Leirlistardeild

2004 – 2006    Kennaraháskóli Íslands, Kennsluréttindanám, grunnskóla- og framhaldskólakennari

Myndlistaskóli Kópavogs, Leirlistarnámskeið

Listgler, meðferð á steindu gleri

Handíðir, Þæfing og þrykk.

Hönnunarnámskeið með Siggu Heimis

Fræðlu- og menningarsvið Garðabæjar námskeið í þrykki

Kennari Pia Holm textílhönnuður okt. 2011

Myndlistaskóli Kópavogs, Pappamassanámskeið. Haust 2013.

Tækniskólinn - Tauþrykk og taulitun mars 2014

 

SÝNINGAR

 

Broadway, Hár og Fegurð, freestyle hárgreiðsla

 

Blönduós, kaffihúsið Við Árbakkann, einkasýning á myndum - blönduð tækni

Kirkjubæjarklaustur, Systrakaffi, einkasýning á myndum - blönduð tækni

Búðadal, Verk unnin úr Búðadalsleir, samsýning

Listasalur Garðabæjar, einkasýning Rokk og rómantík – blönduð tækni 2010

Sjávarsíðan Garðabæ, samsýning Grósku – jónsmessan 2010 og 2011 og 2014

Garðatorg Garðabæ, samsýning Grósku – sumarsýning 2011

Listasalur Grósku, samsýning Grósku – opnunarsýning 2011

Kaffi Loki 2012

 

MYNDLISTARFÉLÖG

 

SIM – samband Íslenskra myndlistarmanna

Gróska – samband áhugafólks um myndlist í Garðabæ og Álftanesi.

2014 - Leiklistafélag Íslands