Vigdís Bjarnadóttir Ferilskrá

FERILSKRÁ VIGDÍS BJARNADÓTTIR

Ég er fædd í Ólafsvík 1947, undir Snæfellsjökli. Nú bý ég á Álftanesi í Garðabæ með sambýlismanni mínum, á tvö uppkomin börn og tvö barnabörn auk þess á ég fimm stjúpsyni og þeim fylgja 15 barnabörn til viðbótar – svo ég tel mig ákaflega ríka manneskju.

Ég veit ekkert skemmtilegra en að mála og finnst það ákveðin nautn að þekja strigann með formi og litum. Ég á auðvelt með að gleyma mér fullkomlega við það sem ég er að fást við og finn að tjáningin losar mig við stress hvunndagsins. Ég er staðráðin í að njóta hvers augnabliks í lífinu og að njóta umhverfisins og náttúrunnar en til hennar sæki ég oftast viðfangsefni mín , ég mála landslag sem ég þekki úr ferðalögum mínum um landið, jökla, fjöll, fossa, fugla, dýr og blóm.Ég er með vinnustofu í Gilsbúð 7 í Garðabæ ásamt fleiri listamönnum og mála yfir vetrarmánuðina en á sumrin vinn ég sem leiðsögumaður með ensku mælandi farþega. Mér finnst gaman að ferðast um landið mitt og sýna ferðamönnum fallega náttúru Íslands. Mér finnst einnig gaman að ferðast erlendis, kanna nýja staði og upplifa mismunandi menningu.

Atvinna:

Einkaritari forseta Íslands og deildarstjóri á skrifstofu forseta Íslands í 39 ár samtals þar til ég lét af störfum árið 2007.Hef starfað sem leiðsögumaður með enskumælandi ferðamenn á sumrin frá 2011-

Menntun:

Samvinnuskólinn Bifröst 1966-1968

MH öldungadeild 1981-83

Landbúnaðarháskóli Íslands, BS. Umhverfisskipulag 2007-2010

Leiðsöguskóli Íslands 2010-2011

 

 

Myndlistaskóli Reykjavíkur, hef sótt nokkrar annir í frjálsri málun þar undir leiðsögn m.a. Bjargar Þorsteinsdóttur og Daða Guðbjörnssonar, auk þess hef ég sótt fjölda námskeiða hjá ýmsum listamönnum og kennurum s.s. krítarteikning hjá Gunnari Ingibergssyni á vegum Listaklúbbs Hvassaleitis,málningu hjá Ingibergi Magnússyni í MH,myndvefnaðarnámskeið hjá Elinbjörtu Jónsdóttur og glersteypunámskeið hjá Jónasi B. Jónassyni glerlistamanni. Í Landbúnaðarháskólanum var ég í margþættri listakennslu undir leiðsögn Helenu Guttormsdóttur myndlistamanns og lektors. Veturinn 2011-12 í Myndlistaskóla Kópavogs í frjálsri málun undir leiðsögn Birgis Rafns Friðrikssonar,s.l. vetur var ég í tímum í olíumálningu hjá Þuríði Sigurðardóttur myndlistamanni, auk námskeiða á vegum Grósku hjá Ingibergi Magnússyni og Soffíu Sæmundsdóttur, og nýlega á Master Class námskeið hjá Bjarna Sigurbjörnssyni.

 

Einkasýningar:

 

Verbúð, Ólafsvík 1995    

Hótel Hellnar 2006

Gallery Sjónarhóll, Hafnarfjörður 2007

Vinakaffi, Borgarnes 2008

Kaffihúsið Hlið, Álftanes 2009

„AÐ VESTAN“ Gróskusalurinn, Garðatorgi, Gardabær 2013

„FYRIR VESTAN“ Átthagastofa Snæfellsbæjar, Ólafsvík 2013

 

Samsýningar:

 

„VETRARLOK“ Samsýning Gróskufélaga á Garðatorgi, Garðabær 2013

Jónsmessusýning Grósku, Sjálandshverfi, Garðabær 2013

Samsýning Grósku, Listagil, Akureyri 2013

Samsýning Félags frístundamálara, Ráðhús Reykjavikur2013

Haustsýning Grósku, Garðatorgi, Garðabæ haust 2013

Vetrarhátíð Sundlaug Álftaness, Garðabæ 2014

Nemendasýning Þuríðar Sigurðardóttur, Gróskusal, Garðabæ 2014

„LEYSINGAR“ Samsýning Gróskufélaga á Garðatorgi 2014

Imago Mundi, Luciano Benetton Collection, Treviso, Italia 2014

 

Verk í eigu opinberra aðila:

Snæfellsbær

Garðabær (samverk Grósku)

 

Verk í einkaeigu erlendis í Bandaríkjunum, Japan, Færeyjum, Danmörku , Italíu og Finnlandi

 

Vigdís Bjarnadóttir   kt. 2212474779

Bæjarbrekka 12, 225 Álftanes, Gardabær, Ísland.

  1. vigdisbj@gmail.com

Vinnustofa Gilsbúð 7, 210 Garðabæ.